fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Sögulegur landsleikur í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 10:13

Frá æfingu landsliðsins. ©Torg ehf / Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur samið við Knattspyrnusamband Eistlands um vináttuleik milli kvennalandsliða þjóðanna 24. júní næstkomandi á Rannastaadion í Pärnu, Eistlandi. Eistland mun tefla fram A landsliði í leiknum, sem verður skráður sem A-landsleikur, en Ísland mun tefla fram U23 landsliði og mun Jörundur Áki Sveinsson stýra íslenska liðinu.

U23 landslið kvenna hefur einu sinni áður mætt A landsliði, en það var árið 2016 þegar íslenska liðið mætti pólska A landsliðinu og gerðu liðin 1-1 jafntefli (einnig skráður A landsleikur). Þess utan hefur liðið leikið tvo U23 leiki, gegn Skotlandi ytra árið 2012 og gegn Póllandi í Kórnum í febrúar 2015.

Þess má geta að verið er að leggja lokahönd á undirbúning A landsliðs kvenna fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram á Englandi í sumar. Íslenska liðið mun leika einn vináttulandsleik fyrir mótið og vonast KSÍ til að geta staðfest leikinn innan fárra daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Félag Alberts horfir til London

Félag Alberts horfir til London