fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Allt vitlaust eftir leik – Flöskum kastað í Simeone sem neitaði handabandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 22:17

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók á móti Atletico Madrid í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Heimamenn virkuðu líklegri í fyrri hálfleik en það var hins vegar Atletico sem komst yfir á 41. mínútu með skallamarki Renan Lodi eftir fyrirgjöf Antoine Griezmann.

Man Utd fékk sín færi til að skora í seinni hálfleiknum. Það tókst hins vegar ekki. Lokatölur 0-1. Atletico vinnur einvígið samanlagt 2-1.

Mikill hiti var eftir leik. Diego Simeone, stjóri Atletico, neitaði til að mynda að taka í höndina á Ralf Rangnick, stjóra Man Utd.

Argentínumaðurinn hljóp til búningsherbergja á Old Trafford eftir leik en á leið sinni var flöskum kastað í hann af stuðningsmönnum Man Utd, líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram