fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Inter nýtti ekki færin og Liverpool refsaði – Allt jafnt hjá Salzburg og Bayern eftir mark í uppbótartíma

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 21:58

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inter tók á móti Liverpool í stórleik kvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn. Liverpool var meira með boltann en Inter komst hins vegar næst því að skora. Það var þegar Hakan Calhanoglu setti boltann í slána eftir rúman stundarfjórðung.

Staðan í hálfleik var markalaus.

Heimamenn voru svo betri aðilinn lengst af í seinni hálfleiknum. Þeir sköpuðu sér nokkur færi til að skora og kom Edin Dzeko knettinum meira að segja í netið á 60. mínútu. Hann var hins vegar réttilega dæmdur rangstæður.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks skoraði Roberto Firmino hins vegar fyrir Liverpool. Markið kom með flottum skalla eftir hornspyrnu. Það er óhætt að segja að það hafi komið gegn gangi leiksins.

Roberto Firminio kemur Liverpool yfir. Mynd/Getty

Um átta mínútum síðar gengu gestirnir svo á lagið og settu annað mark á særða Ítalíumeistaranna. Virgil van Dijk skallaði þá fyrirgjöf fyrir fæturnar á Mohamed Salah sem setti boltann í netið. Skotið tók nokkra stefnubreytingu af varnarmanni Inter á leið í markið.

Mohamed Salah skorar í kvöld. Mynd/Getty

Lokatölur 0-2. Liverpool fer með gott forskot í seinni leikinn á Anfield.

Bayern bjargaði sér í lokin

Á sama tíma tók RB Salzburg á móti Bayern Munchen.

Chukwubuike Adamu kom heimamönnum óvænt yfir með góðu skoti á 21. mínútu.

Bayern sótti aðeins í sig veðrið þegar leið á seinni hálfleik. Kingsley Coman sá svo til þess að staðan í einvíginu sé jöfn fyrir seinni leikinn í Þýskalandi með marki seint í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fabregas fær á baukinn og kallaður spænski Ange eftir helgina

Fabregas fær á baukinn og kallaður spænski Ange eftir helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs gagnrýnir Salah – „Hann var ófaglegur“

Arnar Gunnlaugs gagnrýnir Salah – „Hann var ófaglegur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert svaraði fyrir sig fullum hálsi

Albert svaraði fyrir sig fullum hálsi