fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Skaut harkalega á kollega sinn á Englandi og sér eftir því – ,,Átti aldrei að gera þetta“

Victor Pálsson
Föstudaginn 2. desember 2022 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, leikmaður Englands, sér mikið eftir þeim ummælum sem hann lét falla í maí á þessu ári.

Grealish skaut þar á Miguel Almiron, leikmann Newcastle, sem hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Grealish sagði Riyad Mahrez, liðsfélaga sinn hjá Manchester City, hafa spilað eins og Almiron og hafði þess vegna þurft að fara af velli gegn Aston Villa.

Á þessum tíma var Almiron í mikilli lægð hjá Newcastle en hefur stigið verulega upp á þessu tímabili og staðið sig frábærlega.

Grealish sér eftir þessu ódýra skoti á Almiron og mun biðjast afsökunar ef þeir hittast á vellinum í vetur.

,,Ég geri stundum mjög heimsklulega hluti sem ég sé eftir,“ sagði Grealish fyrir leik Englands gegn Senegal á sunnudag.

,,Ég sé eftir þessu því þetta er eitthvað sem ég átti aldrei að gera. Þetta tilheyrir fortíðinni og ef ég spila einhvern tímann gegn honum þá mun ég sýna honum virðingu.“

,,Hann á alla mína virðingu skilið og ég vona að hann haldi áfram að skora.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot