fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Skaut harkalega á kollega sinn á Englandi og sér eftir því – ,,Átti aldrei að gera þetta“

Victor Pálsson
Föstudaginn 2. desember 2022 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, leikmaður Englands, sér mikið eftir þeim ummælum sem hann lét falla í maí á þessu ári.

Grealish skaut þar á Miguel Almiron, leikmann Newcastle, sem hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Grealish sagði Riyad Mahrez, liðsfélaga sinn hjá Manchester City, hafa spilað eins og Almiron og hafði þess vegna þurft að fara af velli gegn Aston Villa.

Á þessum tíma var Almiron í mikilli lægð hjá Newcastle en hefur stigið verulega upp á þessu tímabili og staðið sig frábærlega.

Grealish sér eftir þessu ódýra skoti á Almiron og mun biðjast afsökunar ef þeir hittast á vellinum í vetur.

,,Ég geri stundum mjög heimsklulega hluti sem ég sé eftir,“ sagði Grealish fyrir leik Englands gegn Senegal á sunnudag.

,,Ég sé eftir þessu því þetta er eitthvað sem ég átti aldrei að gera. Þetta tilheyrir fortíðinni og ef ég spila einhvern tímann gegn honum þá mun ég sýna honum virðingu.“

,,Hann á alla mína virðingu skilið og ég vona að hann haldi áfram að skora.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Í gær

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði
433Sport
Í gær

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns