fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Líður eins og dæmdum manni þegar fólk horfir á

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. desember 2022 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold varnarmanni Liverpool líður eins og dæmdum manni þegar hann spilar fótbolta. Hann segir það klisju að halda því fram að hann kunni ekki að verjast.

Trent er í HM hópi Englands en er í aukahlutverki, líklega voru það aðeins meiðsli Reece James sem komu þessum öfluga varnarmanni inn í hópi.

„Það er svo auðvelt að segja þetta bara,“ segir Trent um málið og þá skoðun sem margir hafa um að hann sé lélegur varnarmaður.

„Fólk horfir á leiki og sér það sem það vill sjá, það hefur þessa skoðun áður en leikurinn byrjar. Ef þú ferð að horfa á leik og hefur ákveðna skoðun á leikmanni áður en allt byrjar. Ef þú hleypur ekki einu sinni þá ertu latur, þú sérð það sem þú vilt sjá. Þú horfir ekki á þegar leikmaðurinn er á fullu allan leikinn.“

Það fer í taugarnar á Trent hvernig fólk lætur. „Mér líður eins og ég sé dæmdur fyrir fram, fólk fer og horfir á leiki og telur mig lélegan varnarmann. Að ég geti ekki varist almennilega, þegar ég geri ein mistök þá segir fólk að það hafi rétt fyrir sér.“

„Á köflum líður mér eins og það skipti engu máli hvað ég geri, ef á á ekki hinn fullkomna leik þá er það ekki nóg fyrir fólk. Ég verð bara að halda áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar