Keylor Navas, markvörður Kosta Ríka, átti magnað augnablik í gær er liðið spilaði við Þýskaland.
Kosta Ríka er úr leik á HM í Katar eftir 4-2 tap en það sama má segja um Þýskaland þrátt fyrir sigurinn.
Japan og Spánn tryggðu sér sæti í næstu umferð og fara hin tvö liðin heim með sárt ennið.
Navas bauð þó mögulega upp á bestu markvörslu HM í gær er hann stöðvaði Þýskaland í að komast yfir.
Sjón er sögu ríkari.
Keylor Navas just did this pic.twitter.com/OUmw4hDnle
— Joe Crann (@YesWeCrann) December 1, 2022