Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, er auðvitað ekki búinn að gleyma dóttur sinni sem lést fyrir þremur árum síðan.
Dóttir landsliðsþjálfarans lést aðeins níu ára gömul eftir baráttu við krabbamein en það átti sér stað árið 2019.
Í dag birti Enrique myndband í Katar en hann er þar staddur ásamt landsliði Spánar á HM.
Enrique er 52 ára gamall en hann skellti sér út að hjóla á afmælisdegi dótturinnar og birti myndband af því á samskiptamiðla.
Dóttir Enrique hefði fagnað 13 ára afmælisdegi sínum í dag og vonandi er hún á betri stað.
Spánn spilar við Þýskaland á HM í mikilvægum leik í kvöld en flautað er til leiks klukkan 19:00.
El video de Luis Enrique recordando a su hija Xana, quien hoy cumpliría 13 años 🥺💔 pic.twitter.com/nF0lUFAX6E
— Mati (@matiasm_02) November 27, 2022