fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Möguleikar á einhverju stóru ef menn girða sig aðeins í brók

433
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var af nægu að taka í Íþróttavikunni með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar á föstudagskvöld. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum voru gestir þáttarins.

Þar var meðal annars rætt um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu en landsliðshópur liðsins fyrir Baltic Cup var opinberaður í vikunni. Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason snúa aftur í landsliðið eftir fjarveru vegna meiðsla.

,,Ég er hrikalega ánægður með að fá Sverri Inga inn þó ég velti því fyrir mér hvað verði til dæmis um Hörð Björgvin með hans innkomu,“ segir Tómas Þór. ,,Hvort hann verði færður út í vinstri-bakvörð sem er ekkert hans staða í dag.“

Spennandi verði einnig að sjá Valgeir Lundal, nýkrýndan meistara í Svíþjóð mæta til leiks.

,,Fyrst þú minnist á Valgeir Lundal þá hef ég lúmskan grun um að, eftir að við töldum okkur vera komnir með framtíðar hægri bakvörð landsliðsins í Alfons Sampsted, Valgeir myndi bara stela stöðunni af honum. Sjáum hvernig það fer.“

Það komi ekkert á óvart að sjá Albert Guðmundsson ekki í hópnum eftir að Arnar Þór sagðist ekki vera ánægður með hugarfar hans.

,,Það myndi bara koma mér á óvart ef hann spilar aftur fyrir íslenska landsliðið undir stjórn Arnars. Eina sem ég saknaði við þennan hóp var Jón Daði Böðvarsson en ég veit ekki hvort hann sé dottinn út af borðinu af því að hann mætti ekki í verkefnið í vor.“

Hörður tekur undir með Tómasi að hann sakni Jóns Daða í landsliðshópnum.

,,Þó svo að hann verði kannski ekki aftur þessi 90 mínútna maður í hverjum leik þá er hann með ákveðna eiginleika í sínum leik sem við getum nýtt í þessari þéttu dagskrá sem fram undan er á næsta ári.“

Þá séu leikirnir í Baltic Cup mun mikilvægari en hinn almenni áhugamaður um íslenska landsliðið geri sér grein fyrir.

,,Landsliðið er búið að fara úr því að vera rosalega ungt yfir í að fá smá jafnvægi í hópinn. Þessi landsliðshópur þarf þetta Baltic Cup verkefni til þess að spila sig saman, ná tveimur góðum leikjum fyrir undankeppni EM á næsta ári sem verður straujuð á einu ári.

Það er enginn tími fyrir tilraunastarfsemi og við erum í góðum séns í þessum riðli í undankeppninni ef menn girða sig aðeins í brók.“

Nánari umræðu um íslenska landsliðið í knattspyrnu má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
Hide picture