fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Æfingar hefjast á ný í Miðgarði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 11:35

Æft verður í Miðgarði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Æfingar munu hefjast á ný í Miðgarði, íþróttahúsinu í Garðabæ á mánudag. Æfingum var hætt þar nýlega vegna myglu.

Þetta segir á vef Garðabæjar.

Ákvörðunin er tekin á grundvelli niðurstaðna úr loftgæðamælingum og vegna þess að góð loftræsting með hröðum loftskiptum er í húsinu.

Af vef Garðabæjar
Síðustu vikur hafa æfingar og kennsla á gervigrasinu í íþróttahúsinu Miðgarði legið niðri meðan beðið var niðurstaðna úr loftgæðamælingum og sýnatökum eftir að það lá fyrir að sveppagró hafði greinst í gúmmíundirlagi undir gervigrasi í byrjun október.

Niðurstöður loftgæðamælinga innandyra sýna að loftgæði eru vel innan skilgreindra viðmiðunarmarka og til samanburðar var einnig tekið sýni úr útilofti. Í vikunni fór fram frekari sótthreinsun innandyra á gervigrasinu og áfram verður regluleg sótthreinsun í húsinu.

Á grundvelli niðurstaðna úr loftgæðamælingum og vegna þess að góð loftræsting með hröðum loftskiptum er í húsinu er stefnt að því að hefja æfingar á ný í Miðgarði mánudaginn 7. nóvember nk.
Um leið mun frístundabíllinn í Garðabæ aftur keyra í Miðgarð skv. leiðarkerfi bílsins. Einnig er vakin athygli á að aðkoma að Miðgarði er um Vetrarbraut frá Vífilsstaðavegi þar sem gatnamót Vetrarbrautar og Hnoðraholtsbrautar eru lokuð vegna gatnagerðar tímabundið í nóvember. Gangandi vegfarendur geta farið um hjáleið.

Áfram verður fylgst vel með loftgæðum með endurteknum mælingum og sýnatökum auk þess sem sótthreinsun verður regluleg og eftir sem áður verður gætt að öryggi þeirra sem æfa í húsinu.
Gert er ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi að fletta gervigrasi upp og skipta um gúmmíundirlag og verið er að vinna aðgerðarplan um umfang þess verks. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag