Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, sagðist ekki geta tjáð sig um stöðu mála hjá Gylfa Þór Sigurðssyni er hún ræddi við Fréttablaðið um málið.
Gylfi var handtekinn júlí í fyrra, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var svo laus gegn tryggingu, en hún átti að renna út í sumar. Þá hefðu nýjar upplýsingar átt að berast um málið en allt kom fyrir ekki.
Gylfi hefur verið í farbanni frá Bretlandi frá því hann var handtekinn.
„Ég get ekki, hvorki í þessu né öðru málum, tjáð mig um einstök mál. Það eina sem ég get sagt í þessu er að Utanríkisráðuneytið aðstoðar og leiðbeinir innan þess ramma sem það hefur heimildir til og skyldur,“ sagði Þórdís við Fréttablaðið.
Á tíma handtöku var Gylfi leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann var settur í leyfi en samningur hans rann svo út í sumar. Gylfi hafði einnig verið fastamaður í íslenska landsliðinu. Hann hefur hins vegar ekkert spilað frá handtökunni.