fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Hefja formlega viðræður við Saliba

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. október 2022 16:30

William Saliba.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur hafið formlegar viðræður við William Saliba um nýjan samning miðvarðarins unga.

Það er blaðamaðurinn virti David Ornstein, hjá The Athletic, sem greinir frá þessum fregnum.

Hinn 21 árs gamli Saliba hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2019. Hann hefur þó þrisvar sinnum verið lánaður til heimalandsins, Frakklands, frá þeim tíma.

Saliba er því á sinni fyrstu leiktíð sem leikmaður aðalliðs Arsenal. Hefur hann staðið sig frábærlega.

Samningur hans rennur út næsta sumar en möguleiki er þó á að framlengja hann um eitt ár.

Arsenal vill gera nýjan samning við miðvörðinn sem allra fyrst. Nú eru viðræður farnar af stað og er vonast til að nýr samningur verði klár á næstunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Í gær

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Í gær

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“