fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Breiðablik skiptir yfir í Nike

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. október 2022 15:30

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Nike hafa gert með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Öll lið á vegum knattspyrnudeildar Breiðabliks munu því leika í fatnaði frá Nike næstu fjögur tímabil.

Breiðablik spilaði síðast í Nike árið 2009 þegar liðið varð meðal annars bikarmeistari karla.

Eysteinn Pétur Lárusson Framkvæmdastjóri Breiðabliks er mjög sáttur við nýja samninginn „Það að við höfum náð samkomulagi við Nike sem er eitt stærsta íþróttavörumerki heimi skiptir knattspyrnudeild Breiðabliks gríðarlega miklu máli. Nú munu allir iðkendur knattspyrnudeildar frá þeim minnstu og upp í meistaraflokk klæðast þessum vönduðu vörum. Þetta eru tæplega 2000 manns í heildina og verður gaman að sjá samstarfið þróast með Nike á Íslandi. Markmiðið er að verða betri og auka þjónustu við okkar fólk sem mun klæðast Nike fatnaði og eru spennandi tímar framundan“.

Þuríður Hrund Hjartardóttir framkvæmdarstjóri Heilsu og Íþróttasviðs hjá Icepharma er einnig mjög ánægð með nýja samninginn. „Knattspyrnudeild Breiðabliks er ein sú sterkasta og fjölmennasta á landinu og við erum gríðarlega spennt fyrir samstarfinu með þeim. Einnig er þetta nýja samstarf ánægjulegt í ljósi þess að við stefnum að því að flytja höfuðstöðvar okkar í næsta nágrenni við félagið í Arnarlandi innan fárra ára.“

Blikar og aðrir áhugasamir verða upplýstir í framhaldinu um söluna og hvernig má nálgast vörur þegar þær eru klárar hjá H verslun og verslun Breiðabliks sem mun taka til starfa eftir áramótin. Áætlað er að formleg sala á nýjum Breiðabliks Nike vörum hefjist fyrir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rómverjar reyna að fá Bailey

Rómverjar reyna að fá Bailey
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Í gær

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi
433Sport
Í gær

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“