fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Klopp léttur eftir sigurinn – Drukkinn eftir einn bjór

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 21:33

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, grínaðist í gær eftir leik liðsins við Rangers í Meistaradeildinni en þeir ensku unnu sannfærandi 7-1 sigur.

Rangers var lengi inni í leiknum og var staðan 1-1 í hálfleik en Liverpool skoraði sex mörk í þeim síðari og vann að lokum 7-1.

Liverpool fær erfiðara verkefni á sunnudaginn er liðið spilar við núverandi Englandsmeistarana í Manchester City.

Klopp segir að það sé venjan að leikmenn fái sér bjór eftir sigurleiki á útivelli en hann hefur beðið eftir þeirri stund í dágóðan tíma eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Þetta var fyrsti útisigur Liverpool á timabilinu en liðið er 14 stigum frá toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

,,Þetta er klárlega búið að breyta skapi leikmanna, þetta er allt öðruvísi,“ sagði Klopp um sigurinn.

,,Við fáum okkur yfirleitt bjór eftir að hafa unnið útileiki en það er liðinn svo langur tími að ég verð örugglega fullur eftir einn!“

,,Þetta var gott en við vitum allir hverjum við tökum á móti á sunnudaginn. Það verður annar leikur en það er betra að mæta til leiks eins og okkur líður núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu