fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Logi gekk á fund Arnars sem reyndi að tala hann til – „Maður var ungur og vitlaus“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Tómasson, leikmaður Íslands og bikarmeistara Víkings, var gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gærkvöldi. Þar var farið yfir víðan völl, meðal annars stutta dvöl hans hjá FH sumarið 2020.

Bakvörðurinn gekk í raðir FH á láni, þar sem hann var ósáttur við spiltíma sinn í Víkinni.

„Þetta gerðist mjög hratt. Maður var ungur og kannski vitlaus. Ég var ekki í hóp í eitt skiptið og var alveg brjálaður og bað Arnar um að fá að fara á láni,“ segir Logi í þættinum.

„Ég hélt á þeim tíma að það væri betra, en það var kannski ekkert betra því ég spilaði ekki það marga leiki.

Þetta var ágætur tími, skemmtilegir strákar í klefanum. En síðan fattar maður bara að maður á heima í Víkingi.“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, reyndi að tala Loga af því að fara á láni.

„Hann vildi ekki að ég myndi fara, en hann skildi mig á þeim tíma. Við vorum þrír vinstri bakverðir að berjast um sömu stöðuna.“

En hélt Logi að tími hans hjá Víkingi væri að líða undir lok á þessum tímapunkti?

„Ég var ekkert að spá í því. Ég vildi bara spila fótbolta og sýna hvað ég gæti. Ég fékk ekki traustið þá, kom aftur, beið aftur þolinmóður í fyrra og svo núna er maður búinn og loksins kemur tækifærið, þá þarf maður bara að vera klár.“

Þáttinn í heild má sjá hér neðar.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja
Hide picture