Sjónvarpsþáttur 433.is heldur áfram að rúlla. Í kvöld er gesturinn ekki af verri endanum, ein af bikarhetjum Víkings R. frá því um helgina, Logi Tómasson.
Bakvörðurinn knái kíkir við í fyrri hluta þáttarins, þar sem farið verður yfir víðan völl.
Í seinni hluta þáttarins mætir Aron Guðmundsson blaðamaður svo í settið og fer yfir allt það helsta í boltanum þessi misserin.
Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.