fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Enski bikarinn: Liverpool og Tottenham lentu undir en fóru áfram – West Ham og Wolves með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 16:33

. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikir hafa farið fram í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar það sem af er degi.

Liverpool vann 4-1 sigur á Shrewsbury eftir að hafa lent undir á 27. mínútu þegar Daniel Udoh skoraði. Kaide Gordon jafnaði fyrir Liverpool á 34. mínútu áður en Fabinho kom þeim yfir með marki af vítapuntkinum tíu mínútum síðar. Roberto Firmino bætti við þriðja marki heimamanna á 78. mínútu. Fabinho gerði svo sitt annað mark í uppbótartíma.

Tottenham vann Morecambe 3-1 þrátt fyrir að hafa lent í erfiðleikum. C-deildarliðið leiddi allt þar til á 74. mínútu með marki frá Anthony Connor eftir rúman hálftíma leik. Harry Winks jafnaði fyrir Tottenham og á 85. mínútu kom Lucas Moura þeim yfir. Harry Kane innsiglaði 3-1 sigur í uppbótartíma.

Lucas Moura fer framhjá markverðinum rétt áður en hann rennir knettinum í netið. Mynd/Getty

West Ham tók á móti Leeds í úrvalsdeildarslag. Heimamenn unnu 2-0 sigur með mörkum frá Manuel Lanzini og Jarrod Bowen í sitt hvorum hálfleiknum.

Wolves vann þá öruggan 3-0 heimasigur á Sheffield United. Daniel Podence skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 14. mínútu. Nelson Semedo tvöfaldaði forystuna á 72. mínútu áður en Podence skoraði aftur.

Norwich er komið áfram eftir 0-1 sigur á Charlton. Milot Rashica skoraði markið á 80. mínútu.

Leikmenn West Ham fagna í dag. Mynd/Getty

Öll úrslit dagsins
Liverpool 4-1 Shrewsbury
Tottenham 3-1 Morecambe
West Ham 2-0 Leeds
Wolves 3-0 Sheffield United
Charlton 0-1 Norwich
Luton 4-0 Harrogate
Stoke 2-0 Leyton Orient
Cardiff 1-1 Preston (Cardiff sigraði 2-1 eftir framlengingu)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn