fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Richards kemur Arsenal til varnar – ,,Þegar það er verið að gagnrýna Arsenal vilja allir vera með“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 20:15

Micah Richards/Mynd Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City, Aston Villa og fleiri liða, hefur komið Arsenal til varnar. Félagið hefur legið undir gagnrýni fyrir að fá leik sínum gegn Tottenham, sem átti að fara fram í dag, frestað.

Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar geta félög sótt um frest ef mikil skakkaföll eru í leikmannahópum þeirra vegna kórónuveirusmita í bland við meiðsli. Reglurnar þykja nokkuð óskýrar og hafa þær verið töluvert gagnrýndar.

Arsenal hefur verið gagnrýnt fyrir að notfæra sér reglurnar í þessu tilfelli.

Richards, sem starfar sem sparkspekingur á Sky Sports, segir ekki við Arsenal að sakast. Hann minntist þá á það þegar Arsenal lék löskuðu liði gegn Brentford í upphafsleik tímabilsins. Þá voru mörg kórónuveirusmit innan herbúða liðsins.

,,Fyrsti leikur tímabilsins gegn Brentford. Þá voru þeir ekki með Lacazette, ekki með Aubameyang,“ sagði Richards.

,,Mér finnst eins og það sé þannig að þegar það er verið að gagnrýna Arsenal vilja allir vera með. Arsenal hefur spilað frábærlega og samkvæmt reglunum hafa þeir ekki gert neitt rangt. Þeir hafa ekki nægilega marga aðalliðsleikmenn.“

,,Ég skil að fólk sé reitt en mér finnst þeir ekki hafa gert neitt rangt. Önnur félög myndu gera það sama. Ef þau segja að þau myndu ekki gera það eru þau að ljúga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár