fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Richards kemur Arsenal til varnar – ,,Þegar það er verið að gagnrýna Arsenal vilja allir vera með“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 20:15

Micah Richards/Mynd Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City, Aston Villa og fleiri liða, hefur komið Arsenal til varnar. Félagið hefur legið undir gagnrýni fyrir að fá leik sínum gegn Tottenham, sem átti að fara fram í dag, frestað.

Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar geta félög sótt um frest ef mikil skakkaföll eru í leikmannahópum þeirra vegna kórónuveirusmita í bland við meiðsli. Reglurnar þykja nokkuð óskýrar og hafa þær verið töluvert gagnrýndar.

Arsenal hefur verið gagnrýnt fyrir að notfæra sér reglurnar í þessu tilfelli.

Richards, sem starfar sem sparkspekingur á Sky Sports, segir ekki við Arsenal að sakast. Hann minntist þá á það þegar Arsenal lék löskuðu liði gegn Brentford í upphafsleik tímabilsins. Þá voru mörg kórónuveirusmit innan herbúða liðsins.

,,Fyrsti leikur tímabilsins gegn Brentford. Þá voru þeir ekki með Lacazette, ekki með Aubameyang,“ sagði Richards.

,,Mér finnst eins og það sé þannig að þegar það er verið að gagnrýna Arsenal vilja allir vera með. Arsenal hefur spilað frábærlega og samkvæmt reglunum hafa þeir ekki gert neitt rangt. Þeir hafa ekki nægilega marga aðalliðsleikmenn.“

,,Ég skil að fólk sé reitt en mér finnst þeir ekki hafa gert neitt rangt. Önnur félög myndu gera það sama. Ef þau segja að þau myndu ekki gera það eru þau að ljúga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni