fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Breiðabliks partý í verkefni landsliðsins sem Alfons hefur gaman af

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 11:51

Alfons Sampsted í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hálfgert Breiðabliks partý í herbúðum íslenska landsliðsins sem nú er í Tyrklandi. Alfons Sampsted bakvörður liðsins hefur gaman af því. Alfons ólst upp í Breiðablik en leikur nú með Bodo/Glimt í Noregi.

Auk Alfons eru það Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Gísli Eyjólfsson, Viktor Karl Einarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Brynjólfur Willumsson sem eru í hópnum sem spila eða hafa spilað með Blikum.

Brynjólfur hefur lítið verið strákunum enda greindist hann með veiruna skæðu í Tyrklandi. „Þetta er mjög gaman, fyrir mig er þetta eins og maður sé kominn í Blikana. Það er landsliðsbragur yfir þessu samt,“ sagði Alfons.

„Það er gaman að tengja við leikmenn sem maður þekkir vel. Það á ekki að taka langan tíma að finna tengingu á vellinum, þetta verður gaman,“ sagði Alfons en liðið mætir Suður-Kóreu á morgun.

Alfons fær væntanlega mörg tækifæri með landsliðinu á þessu ári nú þegar Birkir Már Sævarsson er hættur. Var Alfons svekktur með að fá ekki stærra hlutverk á síðasta ári?

„Ég var í samkeppni við Birki sem gerði frábæra hluti fyrir landsliðið. Hann skilar alltaf sinni vinnu, kannski svekkjandi að hafa ekki spilað meira. Frábært fyrir mig að fá tíma við hlið hans og læra af honum, læra hvernig hlutirnir virka. Svekkjandi og ekki en ég lærði helling.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“