Það kom upp furðulegt atvik fyrir leik Ajax og Arsenal í Meistaradeild Evrópu í gær. Mörkin á heimavelli hollenska liðsins voru of lítil.
Um umspilsleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar var að ræða. Fyrri leiknum á Englandi lauk 2-2. Mark Vivianne Miedema á 51. mínútu leiksins var því nóg til að skilja liðin að í gær og fer Arsenal í riðlakeppnina.
Fyrir leik áttuðu þjálfarar og starfsfólk Arsenal sig hins vegar á því að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera varðandi mörkin.
Þessu var komið í lag, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.
„Þetta hefur verið mjög skrýtin upplifun. Ajax er stórt félag en við þurftum að mæla mörkin fyrir leikinn og það kemur í ljós að þau eru tíu sentimetrum of lítil,“ sagði Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal.
Ridiculous situation. Goals are uneven, 10cm out. pic.twitter.com/k8bbVTlR5S
— Suzy Wrack (@SuzyWrack) September 28, 2022