Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, nálgast markametið hjá brasilíska landsliðinu.
Neymar hefur skorað 75 mörk fyrir Brasilíu á sínum ferli en hann hefur leikið 121 leik hingað til.
Sá markahæsti er enginn annar en goðsögnin Pele sem skoraði 77 mörk í 92 leikjum fyrir Brasilíu á sínum ferli.
Neymar á nóg eftir á sínum ferli og þarf aðeins að skora tvö landsliðsmörk til viðbótar til að jafna metið.
Í þriðja sætinu er goðsögnin Ronaldo en hann skoraði 62 mörk í 99 landsleikjum á sínum ferli. Hann hefur lagt skóna á hilluna.