fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Southgate tjáir sig um stöðu Trent og segir Trippier betri

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins segir að Kieran Trippier sé í dag betri leikmaður en Trent Alexander-Arnold. Það sé ástæða þess að Trent hafi ekki komist í hóp gegn Þýskalandi á mánudag.

Alexander-Arnold spilaði 0 mínútur í síðasta verkefni landsliðsins fyrir HM í Katar, hann var ónotaður varamaður gegn Ítalíu og var utan hóps gegn Þýskalandi.

Southgate hefur aldrei haldið upp á Trent og virðist ansi tæpt að hann komist í HM hóp Englands. Reece James hefur verið fyrsti kostur Southgate í hægri bakvörðinn og hann virðist svo treyst Trippier.

„Gegn Þýskalandi þá völdum við hópinn út frá því hvernig við stilltum upp byrjunarliðinu. Við þurftum Ben Chilwell sem kost í vinstri bakvörð og höfðum Trippier líka. Í dag er Trippier að spila betur en Trent,“ sagði Southgate.

Enska landsliðið hefur ekki verið sannfærandi undanfarna mánuði og er pressa á Southgate fyrir mótið í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið