fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Southgate segist ekki vera heimskur – ,,Af hverju er ég öðruvísi?“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 21:51

Gareth Southgate / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, veit að hann mun fá sparkið í lok árs ef gengi liðsins verður slæmt á HM.

England hefur verið í töluverðri lægð undanfarna mánuði og vann ekki í sex leikjum í röð í Þjóðadeildinni.

Southgate er raunsær og veit að starf hans er í hættu en hann mun alltaf fá tækifæri til að stýra liðinu í lokakeppninni í nóvember.

England komst í úrslit í síðustu lokakeppni EM en úrslitin síðan þá hafa alls ekki verið nógu góð.

,,Ég er ekki heimskur. Að lokum verð ég dæmdur út frá því hvað gerist á HM í Katar,“ sagði Southgate.

,,Samningar skipta ekki máli í fótbolta því þjálfarar geta skrifað undir allt að fimm ára samning en samþykkt að fara ef gengið er ekki nógu gott.“

,,Af hverju er ég öðruvísi? Ég er ekki nógu hrokafullur að halda það að samningurinn minn sé þarna til að verja mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Í gær

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna