Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, veit að hann mun fá sparkið í lok árs ef gengi liðsins verður slæmt á HM.
England hefur verið í töluverðri lægð undanfarna mánuði og vann ekki í sex leikjum í röð í Þjóðadeildinni.
Southgate er raunsær og veit að starf hans er í hættu en hann mun alltaf fá tækifæri til að stýra liðinu í lokakeppninni í nóvember.
England komst í úrslit í síðustu lokakeppni EM en úrslitin síðan þá hafa alls ekki verið nógu góð.
,,Ég er ekki heimskur. Að lokum verð ég dæmdur út frá því hvað gerist á HM í Katar,“ sagði Southgate.
,,Samningar skipta ekki máli í fótbolta því þjálfarar geta skrifað undir allt að fimm ára samning en samþykkt að fara ef gengið er ekki nógu gott.“
,,Af hverju er ég öðruvísi? Ég er ekki nógu hrokafullur að halda það að samningurinn minn sé þarna til að verja mig.“