Íslenska U-21 árs karlalandsliðið mætir Tékklandi í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM á næsta ári. Byrjunarliðið er klárt og má sjá það hér að neðan.
Tékkar leiða 2-1 eftir sigur hér á landi á föstudag. Ísland þarf því að sigra í dag til að kreista fram framlengingu hið minnsta.
Davíð Snorri Jónasson þjálfari gerir þrjár breytingar á liðinu frá því í fyrri leiknum.
Sævar Atli Magnússon er í beinni og Ísak Snær Þorvaldsson dró sig úr hópnum vegna sýkingar á tönn. Þá kemur Atli Barkarson einnig úr liðinu.
Inn koma Óli Valur Ómarsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson
Byrjunarlið Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson
Óli Valur Ómarsson
Ísak Óli Ólafsson
Róbert Orri Þorkelsson
Valgeir Lunddal Friðriksson
Andri Fannar Baldursson
Kolbeinn Þórðarson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Dagur Dan Þórhallsson
Brynjólfur Willumsson
Orri Steinn Óskarsson