Rob Edwards hefur verið látinn fara sem stjóri Watford og er Slaven Bilic tekinn við í hans stað. Félagið staðfestir þetta.
Watford er í tíunda sæti ensku B-deildarinnar með fjórtán stig eftir tíu leiki. Liðið féll úr úrvalsdeild á síðustu leiktíð.
Bilic þjálfaði síðast hjá Beijing Guoan í Kína. Króatinn hefur áður stýrt WBA og West Ham á Englandi.
Hann skrifar undir eins og hálfs árs samning við Watford.
Watford FC confirms Slaven Bilić as its new Head Coach on an 18-month contract, subject to receiving the relevant work permit.
— Watford Football Club (@WatfordFC) September 26, 2022