Margir telja að Pierre-Emerick Aubameyang hafi verið að skjóta á Arsenal og Mikel Arteta með nýjustu ummælum sínum.
Aubameyang spilar í dag með Chelsea en honum var í raun sparkað burt frá Arsenal í byrjun árs þar sem Arteta vildi lítið með hann hafa.
Arteta vildi ekki nota þennan fyrrum framherja Dortmund sem gekk í raðir Barcelona og fór svo til Chelsea í sumar.
Aubameyang talar um eigin erfiðleika á ferlinum og segir að sumt fólk hafi aldrei trúað á hans hæfileika í íþróttinni.
,,Ég hef þurft að udpplifa erfiða kafla á mínum ferli, ekki meiðsli,“ sagði Aubameyang.
,,Ég jafnaði mig en í byrjun ferilsins sem dæmi var bara talað um mig sem spretthlaupara. Það getur sært því þú veist hvaðan þú kemur og veist hvað þú hefur gengið í gegnum.“
,,Þú reynir alltaf þitt besta en stundum ákveður fólk, jafnvel frá þínu eigin félagi að segja þér að þú sért ekki góður í fótbolta.“