fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Að fá sinn 19. leikmann í sumar

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 18:24

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fá félög ef einhver í sumar sem hafa verið jafn virk á markaðnum og Nottingham Forest.

Forest tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og hefur svo sannarlega bætt við sig leikmönnum í sumar.

Nú eru nýliðarnir að fá Serge Aurier, fyrrum leikmann Tottenham, samkvæmt mörgum miðlum en hann lék einnig með Paris Saint-Germain á sínum tíma.

Aurier er öflugur bakvörður sem stóð sig allt í lagi á Englandi en hann var síðast hjá Villarreal þar sem meiðsli settu strik í reikninginn.

Aurier er fáanlegur á frjálsri sölu og verður 19. leikmaðurinn sem gengur í raðir Forest í sumar sem er í raun ótrúleg staðreynd.

Forest hafði áður sýnt Willy Boly hjá Wolves áhuga en hann er ekki til sölu í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Í gær

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana