fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Baulað hressilega á Eriksen í gær

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 19:00

Christian Eriksen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð sorglegt atvik átti sér stað á heimavelli Brentford í gær er Manchester United kom í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Christian Eriksen lék með Man Utd í þessum leik en hann spilaði með Brentford síðasta vetur og stóð sig frábærlega.

Eriksen var um tíma í guðatölu hjá stuðningsmönnum Brentford sem vildu mikið halda honum fyrir þetta tímabil.

Stuðningsmennirnir voru ekki ánægðir með þá ákvörðun Eriksen að fara en hann yfirgaf Brentford frítt í sumar til að ganga í raðir Man Utd.

Það var baulað hressilega á Eriksen á heimavelli Brentford í gær er heimaliðið hafði betur 4-0 gegn Rauðu Djöflunum.

Það tók stuðningsmennina aðeins nokkrar sekúndur að láta í sér heyra eftir upphafsflautið og ljóst er að hann er ekki sá vinsælasti þar á bæ eftir ákvörðun sumarsins.

Atvikið er nokkuð sorglegt eftir fallega endurkomu Eriksen í fótboltann síðasta vetur eftir hjartastopp á EM 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal sagt leiða kapphlaupið um miðjumann sem United reyndi að kaupa

Arsenal sagt leiða kapphlaupið um miðjumann sem United reyndi að kaupa
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir Íslendingar reiðir yfir sjónvarpinu í gærkvöldi – Sýn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins

Margir Íslendingar reiðir yfir sjónvarpinu í gærkvöldi – Sýn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa

Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi

Svona er byrjunarlið Frakka fyrir leikinn gegn Íslandi