fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Guðmundur svaraði sparkspekingnum Kristjáni Óla fullum hálsi – „Þetta var alvöru dýfa vinur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 11:30

Kristján Óli og Guðmundur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Ingvarsson fékk að líta beint rautt spjald strax á 9. mínútu í leik Breiðabliks gegn FH í Bestu deild karla í gærkvöldi.

Dómurinn var ansi umdeildur og eru margir á því að þetta hafi aðeins átt að vera gult spjald.

Þar á meðal er sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson.

„Hahahahah. Crossfit strákurinn hætti við að gefa Gumma seinna gula því hann tekur svo mikið í réttstöðu og hnébeygju,“ skrifaði Kristján Óli á Twitter. Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, hefur áður keppt í Crossfit og er Guðmundur Kristjánsson, sem Kristján vildi sjá fá sitt annað gula spjald, styrktarþjálfari.

Guðmundur svaraði Kristjáni á Twitter. „Haha þetta var alvöru dýfa vinur. En ég skal bjóða þér fría kennslu í beygjum ef þú vilt,“ skrifaði Guðmundur um brot sitt á Jasoni Daða Svanþórssyni, leikmanni Blika.

Leiknum í gær lauk með markalausu jafntefli. Blikar eru á toppi deildarinnar en FH er í níunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot