fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hildur Antonsdóttir seld til Hollands

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. júní 2022 14:50

Hildur Antonsdóttir. Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Antonsdóttir er gengin til liðs við hollenska félagið Fortuna Sittard frá Breiðabliki.

Hin 26 ára gamla Hildur hefur verið á mála hjá Blikum í sex ár. Hefur hún unnið tvo Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla á þeim tíma.

Hildur lék sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í öruggum sigri gegn Þór/KA um síðustu helgi.

Yfirlýsing Blika
Hildur seld til Hollands

Hildur Antonsdóttir spilaði á laugardag sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili þegar liðið vann Þór/KA, en hollenska félagið Fortuna Sittard hefur komist að samkomulagi við Breiðablik um að fá Hildi til liðs við sig.Hildur er 26 ára gömul og hefur spilað með Blikum síðastliðin sex ár. Á þeim tíma hefur hún spilað 138 leiki með liðinu, skorað 38 mörk og tekið þátt í að vinna tvo Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla auk þess að komast fyrst íslenskra félagsliða í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Hildur á tvo A-landsleiki að baki og 40 leiki með yngri landsliðum.
Hildur hefur sannað sig sem einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar, en aðeins eru tvö ár síðan hún sleit krossband. Hún hefur hins vegar komið gríðarlega sterk til baka og hefur vakið athygli erlendra liða með fammistöðu sinni hjá Breiðablik.
Það verður missir af Hildi í Kópavoginum, en hún hefur verið ekki aðeins verið frábær í Blikabúningnum innan vallar, heldur einnig mikil fyrirmynd utan vallar.
Takk fyrir ómetanlegan tíma í Kópavoginum Hildur, og gangi þér sem allra best í Hollandi þar sem við hlökkum til að fylgjast með þér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“