fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Hildur Antonsdóttir seld til Hollands

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. júní 2022 14:50

Hildur Antonsdóttir. Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Antonsdóttir er gengin til liðs við hollenska félagið Fortuna Sittard frá Breiðabliki.

Hin 26 ára gamla Hildur hefur verið á mála hjá Blikum í sex ár. Hefur hún unnið tvo Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla á þeim tíma.

Hildur lék sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í öruggum sigri gegn Þór/KA um síðustu helgi.

Yfirlýsing Blika
Hildur seld til Hollands

Hildur Antonsdóttir spilaði á laugardag sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili þegar liðið vann Þór/KA, en hollenska félagið Fortuna Sittard hefur komist að samkomulagi við Breiðablik um að fá Hildi til liðs við sig.Hildur er 26 ára gömul og hefur spilað með Blikum síðastliðin sex ár. Á þeim tíma hefur hún spilað 138 leiki með liðinu, skorað 38 mörk og tekið þátt í að vinna tvo Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla auk þess að komast fyrst íslenskra félagsliða í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Hildur á tvo A-landsleiki að baki og 40 leiki með yngri landsliðum.
Hildur hefur sannað sig sem einn allra besti leikmaður íslensku deildarinnar, en aðeins eru tvö ár síðan hún sleit krossband. Hún hefur hins vegar komið gríðarlega sterk til baka og hefur vakið athygli erlendra liða með fammistöðu sinni hjá Breiðablik.
Það verður missir af Hildi í Kópavoginum, en hún hefur verið ekki aðeins verið frábær í Blikabúningnum innan vallar, heldur einnig mikil fyrirmynd utan vallar.
Takk fyrir ómetanlegan tíma í Kópavoginum Hildur, og gangi þér sem allra best í Hollandi þar sem við hlökkum til að fylgjast með þér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Í gær

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu