fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Heimir Hallgríms á skýrslu hjá ÍBV

433
Miðvikudaginn 15. júní 2022 18:39

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, birti athyglisverða færslu á Twitter í kvöld fyrir leik ÍBV og Víkings R. í Bestu deild karla.

Þessi tvö lið eigast við á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum en staðan er 2-0 fyrir Víkingum er þetta er skrifað.

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er skráður í liðsstjórn ÍBV sem er ansi athyglisvert.

Heimir er einnig fyrrum þjálfari ÍBV en hann hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf lið Al Arabi í Katar fyrr á árinu.

Mikið hefur verið rætt um að Heimir sé að taka við Val af nafna sínum Heimi Guðjónssyni sem er valtur í sessi eftir slæma byrjun á tímabilinu.

,,Hættur í Val?“ skrifar Gummi Ben á Twitter og birtir um leið skjáskot af liðsstjórn ÍBV þar sen Heimir er skráður.

Þetta má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina