Íslendingaliðin Rosengård og Kristianstad skildu jöfn þegar liðin mættust í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeild kvenna í dag.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Sofie Bredgaard kom heimakonum í Rosengård yfir á 36. mínútu og staðan 1-0 í leikhléi. Það var svo Delaney Pridham sem jafnaði metin fyrir gestina tveimur mínútum fyrir leikslok.
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård í hjarta varnarinnar. Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir kom inn á fyrir gestina á 64. mínútu í stöðunni 1-0. Hin 16 ára gamla Emelía Óskarsdóttir, samherji Amöndu hjá Kristianstad sat allan tímann á varamannabekknum.
Rosengård situr áfram á toppnunm í sænsku úrvalsdeild kvenna með 18 stig eftir átta leiki en liðið hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu. Kristianstad er í sjöunda sæti með 12 stig.