fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ítalski boltinn: Ótrúlegur sigur Genoa á Juventus – Albert með mark og breytti leiknum

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 6. maí 2022 20:59

Albert Guðmundsson / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Genoa tók á móti Juventus í 36. umferð Seria A í kvöld Leiknum lauk með 2-1 endurkomusigri Genoa.

Gestirnir í Juventus voru meira með boltann og stjórnuðu fyrri hálfleiknum en sköpuðu sér lítið af færum. Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks.

Juventus byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en Paulo Dybala kom þeim yfir á 48. mínútu eftir stoðsendingu frá Moise Kean. Heimamenn í Genoa fóru að færa sig framar á völlinn eftir markið, voru meira með boltann og áttu nokkur skot að marki.

Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum en kom inná á 69. mínútu fyrir Mattia Destro. Hann náði heldur betur að setja mark sitt á leikinn en hann jafnaði fyrir Genoa á 87. mínútu með frábæru marki eftir góða stoðsendingu Nadiem Amiri. Þetta var fyrsta mark hans í Seria A.

Genoa fékk vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins, Criscito fór á punktinn og kláraði af öryggi og tryggði Genoa stigin þrjú.

Genoa er í 19. sæti deildarinnar með 28 stig, einu stigi á eftir Salernitana í öruggu sæti sem á leik til góða. Juventus er í fjórða sæti deildarinnar og öruggir með Meistaradeildarsæti.

Genoa 2 – 1 Juventus
0-1 Paulo Dybala (´48)
1-1 Albert Guðmundsson (´87)
2-1 Domenico Criscito (´90+6)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur