fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Eiginkona fyrirliða Freys lést á mánudag – „Hjarta mitt er brotið, þetta átti aldrei að gerast“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcel Römer, fyrirliði Lyngby í Danmörku verður í leyfi frá störfum um óákveðinn tíma eftir að eiginkona hans lést á mánudag.

Cecile eiginkona hans lést á mánudag en Römer er lykilmaður í Lyngby þar sem Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Römer á einnig tvo íslenska liðsfélaga en Sævar Atli Magnússon og Frederik Schram eru í herbúðum danska liðsins sem leikur í næst efstu deild.

„Við höfum þau skelfilegu tíðindi að færa að á mánudaginn lést eiginkona Marcel,“ sagði Andreas Byder framkvæmdarstjóri Lyngby við danska fjölmiðla.

Römer í leik
Getty Images

Römer minnist Cecile á Instagram. „28. febrúar lést ástin í lífi mínu á hörmulegan hátt. Takk fyrir alla ástina sem við höfum fundið,“ skrifar Römer.

„Hjarta mitt er brotið, þetta átti aldrei að gerast. Þú átt þetta ekki skilið, núna er ég að hugsa um drauma okkar og markmið sem par og fjölskylda. Við náðum þeim ekki. Það er sárt að hugsa til þess að yndislegu börnin þín skuli ekki alast upp með sinni mögnuðu móður. Allar ákvarðanir mínar í framtíðinni verða með það markmiði að gera þig stolta. Börnin þín eru í góðum höndum.“

„Ég elska þig óendanlega mikið og mun alltaf gera, þangað til við hittumst aftur.“

Kjartan Henry Finnbogason framherji KR skrifar við færslu Römer og segir. „Ég hugsa hlýlega til þín og þinnar fjölskyldu.“

Römer er þrítugur knattspyrnumaður en hann hefur leikið 17 leiki með Lyngby í ár en liðið er í öðru sæti í næst efstu deild.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Marcel Rømer (@marcelromer)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum

Chelsea hefur millifært 43 milljarða inn á Brighton á síðustu þremur árum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarna United að ganga í gegnum skilnað – Giftu sig í fyrra

Stjarna United að ganga í gegnum skilnað – Giftu sig í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sætið í hættu eftir sex mörk í 19 leikjum – ,,Erum að leita að öðrum framherja sem er meiri nía“

Sætið í hættu eftir sex mörk í 19 leikjum – ,,Erum að leita að öðrum framherja sem er meiri nía“
433Sport
Í gær

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum