fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Fallegt augnablik á Wembley – Allison leyfði ungum stuðningsmanni að lyfta bikarnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 20:23

Alisson Becker / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea og Liverpool mættust í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Fyrri hálfleikur var afar fjörugur. Christian Pulisic fékk dauðafæri til að koma Chelsea yfir á 6. mínútu en skot hans fór beint á Kelleher í marki Liverpool. Ágætist færi voru á báða bóga eftir þetta en næsta dauðafæri leiksins kom á 30. mínútu þegar Edouard Mendy varði frábærlega frá Sadio Mane. Loks fékk Mason Mount dauðafæri keimlíkt því sem Pulisic fékk snemma leik en skaut framhjá .

Chelsea óð í færum fyrri hluta seinni hálfleiks en tókst á einhvern ótrúlegan hátt ekki að koma boltanum í netið. Joel Matip kom boltanum hins vegar í mark Chelsea á 67. mínútu. Leikmenn Liverpool fögnuðu lengi vel áður en markið var dæmt af með aðstoð myndbandsdómgæslu. Virgil van Dijk var rangstæður í aðdraganda marksins og var hann talinn hafa áhrif á leikinn. Bæði lið voru nálægt því að skora í uppbótartíma en voru markmenn liðanna báðir vel á tánum. Ótrúlegt en satt var markalaust eftir venjulegan leiktíma og gripið til framlengingar.

Í framlengingunni kom Chelsea boltanum tvisvar í mark Liverpool en bæði mörkin voru dæmd af vegna rangstöðu. Enn var markalaust eftir framlengingu í þessum magnaða leik og því farið í vítaspyrnukeppni. Fyrir vítaspyrnukeppnina skipti Thomas Tuchel Kepa Arrizabalaga inn í mark Chelsea fyrir Mendy. Kepa skaut yfir úr elleftu spyrnu Chelsea í vítaspyrnukeppninni. Hann var sá eini sem klúðraði og er Liverpool því meistari.

Eftir leik tók Liverpool svo á móti sjálfum bikarnum. Þar leyfði Allison, markvörður liðsins, ungum stuðningsmanni að vera með í fagnaðarlátunum og lyfta bikarnum. Þetta fallega atvik má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð