fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Rooney gæti hentað Everton – Sefur á æfingasvæðinu og fær ráð hjá Ferguson

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 09:34

Wayne Rooney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líkur á því að Everton reyni nú að ráða Wayne Rooney sem næsta stjóra félagsins. Félagið rak Rafa Benitez úr starfi í fyrradag.

Rooney er á sínu öðru ári með Derby við erfiðar aðstæður en félagið er ár barmi gjaldþrots og hefur verið tekið til greiðslustöðvunnar. Rooney ólst upp hjá Everton og vill fá starfið.

Rooney hefur þurft að læra hratt í stjórastarfinu en hann tók við á miðju síðasta tímabili þegar hann var enn leikmaður. Hann hætti að spila og ætlar sér alla leið í þjálfun.

Gráu hárunum fjölgar í skegginu enda er álagið mikið en Rooney er til í að leggja mikið á sig. Hann sefur til dæmis í sófa á æfingasvæðinu ef mikið er að gera.

„Ég er stríðsmaður, ég ólst upp við fátækt í Liverpool. Ég labba ekki í burtu frá áskorun,“ sagði Rooney í sumar.

Rooney lék lengst af undir stjórn Sir Alex Ferguson og leitar mikið í bók hans í nálgun sína á leikmenn. Hann fær reglulega ráð frá Ferguson en einnig David Moyes fyrrum stjóra sínum hjá Everton.

Nú vonast Rooney eftir því að fá starfið hjá Everton og koma sínu gamla félagi aftur á beinu brautina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?