fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Sigurður G svarar fyrir birtingu gagnanna – „Guðni er tekinn af lífi fyrir það að hafa virt trúnað“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. september 2021 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson birti á sunnudagskvöld lögregluskýrslur og önnur gögn er varða málefni Kolbeins Sigþórssonar. Framherji íslenska landsliðsins hefur verið til umfjölunnar daga vegna máls frá árinu 2017.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir sökuðu Kolbein um ofbeldi árið 2017. Lögðu þær fram kæru hjá lögreglu en drógu hana til baka eftir að sátt náðist í málinu. Komið hefur fram að konurnar fengu 1,5 milljón hvor og lét Kolbeinn einnig 3 milljónir renna til Stígamóta vegna málsins.

Kolbeinn neitar hins vegar fyrir að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt þær kynferðislega. Sigurður birti gögn úr málinu og meðal annars lögregluskýrslu þar sem Þórhildur Gyða ræddi hið meinta ofbeldi. Sigurður hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir að birta þessi gögn.

Meira:
Lögregluskýrsla um atvik Kolbeins birt – Engir sjáanlegir áverkar á Þórhildi

„Ég þekki skyldur mínar gagnvart mínum skjólstæðingum, þær skyldur ná ekki yfir persónuna Sigurð G. Guðjónsson. Ég er bundinn trúnaði gagnvart mínum skjólstæðingum, en ekki neinum öðrum. Það er alltaf spurning hvernig þú færð gögn í hendur, ég þarf ekki að upplýsa það. Það voru engar óeðlilegar leiðir, ég fékk þau afhent. Mér voru afhent gögn, þessi gögn eru til. Það hvílir ekki trúnaður yfir þeim,“ sagði Sigurður G. í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sigurður segir að ekki sé í lagi að birta gögn ef mál eru til rannsóknar. „Þegar mál eru til rannsóknar þá má kannski ekki birta þau vegna rannsóknarhagsmuna. Þegar rannsókn mála er lokið og felld niður, þegar það kemur svo upp umræða löngu seinna er ekkert óeðlilegt að þau gögn séu skoðuð ef eitthvað er missagt,“ segir Sigurður.

Sigurður telur að með birtingu þessara gagna hafi hann varpað ljósi á sannleikann. „Ég var að leiðrétta missefni, ég er að varpa ljósi á sannleikann,“ segir Sigurður.

Sárnar atlagan að KSÍ

Sigurður hefur starfað innan hreyfingarinnar í mörg ár og situr meðal annars í áfrýjunardómstóli KSÍ sem er óháður dómstóll hreyfingarinnar.

„Mér finnst atlagan að knattspyrnuhreyfingunni ömurleg, þetta er skrifað til varnar henni. Ég er búin að vinna að málefnum hennar í um 30 ára skeið. Í stjórnum knattspyrnudeilda og fyrir KSÍ. Ég hef setið í áfrýjunardómstóli KSÍ, allt starf innan KSÍ hefur miðað að því að útrýma óæskilegri hegðun. Við höfum tekið harkalega á því þegar það hefur verið kynþáttaníð,“ sagði Sigurður á Bylgjunni.

Hann segir það af og frá að íþróttahreyfingin starfi í þöggun og að þar sé reynt að bæta samfélagið.

„Knattspyrnuhreyfingin hefur alltaf verið að reyna að bæta samfélagið, hvernig fólk kemur fram gagnvart öllu. Allt starf íþróttahreyfingarinnar miðar að því að ala upp góða einstaklinga, það miðar ekki að því að búa til nauðgunarmenningu eins og haldið er fram. Það svíður að sitja undir því, ég þekki þessa starfsemi. Að þarna viðgangist nauðgunarmenning, þöggun og gerendameðvirkni. Þetta er ekki til í knattspyrnuhreyfingunni.“

KSÍ hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að þagga niður mál en Sigurður segir að KSÍ geti ekki rannsakað ásakanir um ofbeldi. „Ekkert í reglum KSÍ kveður á um hvernig leikmenn og starfsmenn haga sér í sínum frítíma, ef mál eru komin til rannsóknar getur KSÍ ekki haft afskipti af því.“

Stígamót eiga ekki að velja landslið

Fram hefur komið að Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari við Borgarholtsskóla og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir frá Stígamótum mættu á fund með stjórnarfólki KSÍ fyrir rúmri viku og ræddu vandamál sambandsins. Fengu þær að sjá leikmannalistann sem Arnar Þór Viðarsson hafði valið. Tjáðu þær stjórnarfólkinu að best væri að banna Kolbeini og Rúnari Sigurjónssyni að mæta í verkefnið. Varð stjórnin við þessari ábendingu þeirra og skipaði Arnari að taka þá úr hópnum en Rúnar hafði áður afboðað komu sínu.

„Þá þarf að ræða það innan KSÍ hvernig reglur við setjum um landsliðið, nú eru engar reglur um landsliðið. Nú er það Stígamóta hópur sem velur landsliðið, reglur KSÍ geri ekki ráð fyrir því. Reglur KSÍ gera ekki ráð fyrir því að fólk frá Stígamótum fari yfir lista af landsliðsmönnum og segi að þessi má spila og þessi má ekki spila. Það var svoleiðis, stjórnin var lömuð af atlögu gegn henni.“

Hann segir að málefnin sem eru til umræðu verði að fara á borð lögreglu. „Það eru settar reglur, það eru reglur í samfélaginu. Ef það er brotið á mér get ég farið til lögreglu, ég get ekki farið til félagasamtaka og sagt að þið takið málið og rannsakið,“ segir Sigurður.

Meira:
Lögregluskýrsla um atvik Kolbeins birt – Engir sjáanlegir áverkar á Þórhildi

„Á þá bara almenningur að taka völdin í sínar hendur og dæma? Við búum við þetta sérkennilega fyrirbæri, þú ert saklaus þangað til sekt er sönnuð. Það er mjög mikilvæg regla, það er ekki hægt að slaka á sönnunarkröfu. Kynferðisbrotamál eru sérstaklega erfið, innan lögreglu og dómskerfis hefur ekki verið næg þekking til að taka á svona málum og veita aðstoð. Þau verða ekki bætt með því að það sé búið til ofbeldi gagnvart einstökum hreyfingum eða mönnum. Ég hef áhyggjur af þeirri þróun.“

Kemur Guðna til varnar

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ vegna málsins og stjórnin fór svo degi síðar. „Við sjáum hvað gerist hjá KSÍ, löglega kjórin stjórn samtaka, hún gefst upp. Guðni Bergsson er beygður í svaðið, hann sagði ekkert ósatt. Það er beðið um að hann haldi trúnað. Svo er hann tekinn af lífi fyrir það að hafa virt trúnað, þetta er það hættulega í þessu máli,“ sagði Sigurður en fram hefur komið að Guðni Bergsson var beðinn af föður Þórhildar að ræða ekki málið opinberlega.

Hann segir að Íslenskur Toppfótbolti sé nú að láta til skara skríð til að ná völdum innan KSÍ. „Mér finnst Guðni hafa staðið sig vel sem formaður KSÍ, það er barátta um peninga í KSÍ. Hverjir fóru fastast á eftir formanninum og stjórn í þessu máli? Það eru formenn Toppfótbolta, þeir sem hafa viljað soga peningana út úr KSÍ. Til að KSÍ hafi minni peninga í unglingastarf og kvennastarf. Þessi samtök voru stofnuð til höfuðs stjórnar KSÍ sem sér um að dreifa fjármunum í hreyfinguna. Það fé er bundið skilmálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Í gær

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið