fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Arnar Þór í viðtali í Belgíu – Var spurður út í Gylfa: „Hetjurnar dæmdar sem hræðilegt fólk“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 13:00

©Anton Brink 2021 ©Torg ehf /

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands var til viðtals í sjónvarpsþætti í Belgíu í vikunni, þar býr hann stærstan hluta ársins. Arnar ræddi þar um vandræði íslenska landsliðsins.

Stormur hefur verið í kringum Knattspyrnusambandið, það hefur verið sakað um að hylma yfir meint kynferðisbrot. Stjórnin sem féll svo bannaði Arnari að velja leikmenn í hópinn.

„Ég þurfti nánast að spila leikina sjálfur því margir leikmenn voru ekki til staðar. Þegar ég tók við í desember var ég með draumalið á blaði en nú er staðan breytt,“ segir Arnar í viðtalinu og Fótbolti.net segir frá.

Arnar segir í viðtalinu möguleika á því að reyndir leikmenn hafi spilað sinn síðast landsleik. Arnar var spurður út í málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar, hann er laus gegn tryggingu í Bretlandi á meðan mál hans er til rannsóknar.

„Ég get ekki tjáð mig um það mál. Sem þjálfari þá sakna ég þess að hafa mína Kevin De Bruyne og Eden Hazard í íslenska liðinu. Frá draumaliðinu sem ég var með á blaði eru bara tveir eftir,“ sagði Arnar en ætla má að um sé að ræða Birki Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson.

Arnar stóð einn með storminn í fangið eftir að formaður og stjórn sambandsins sagði af sér fyrir leikina í þessum mánuðum. „Ég skil gagnrýnina en ég hef ekki svörin. Formaðurinn er farinn, stjórnin er farin. Ég ráðlegg mig við yfirmann fótboltamála. Og sá maður er ég sjálfur. Þetta hefur verið stormur og ég var í honum miðjum. Ég þurfti skyndilega að svara fjölmiðlum en ég gat eki gefið svörin. Á sama tíma þurfti ég að undirbúa leiki,“ segir Arnar í viðtalinu.

Arnar ræddi svo um það að leikmenn sem voru í síðasta verkefni hafi í tvígang verið kallaðir nauðgarar á götum úti. „Skyndilega eru hetjurnar fyrir nokkrum árum dæmdar sem hræðilegt fólk. Ég fékk líka mína gagnrýni. Ég skil fólkið sem lætur í sér heyra en ég er ekki sá sem er með svörin,“ sagði Arnar í þættinum sem Fótbolti.net vitnar til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Í gær

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“
433Sport
Í gær

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“