fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Kona komst ekki með dóttur sína að í Árbæjarlaug eftir nýtt útspil stjórnvalda – ,,Fáránlegt á svo mörgum levelum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 10:07

Árbæjarlaug. Mynd: Reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir aukningu smita í samfélaginu undanfarið var knattspyrnufélögum gert óheimilt að vera með veitingasölu á leikjum hjá sér. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður á Fótbolta.net, ræddi upplifun sína úr Árbæ fyrr í vikunni þar sem fólk fór krókaleiðir til að næla sér í kaffi og með því.

Elvar var á leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max-deild karla á þriðjudag. Í hálfleik mátti fólk ekki kaupa sér kaffi á vellinum vegna sóttvarnarreglna. Því fór hluti mannskapsins yfir í Árbæjarlaug, sem er nálægt Wurth-vellinum, heimavelli Fylkis. Þar mátti kaupa veitingar.

,,Einn allra fáránlegasti leikþáttur sem er í gangi núna er að það sé bannað að vera með veitingar á fótboltavöllum. Þá fór ég í Árbæjarlaugina, ásamt fleirum. Það var bara rölt yfir úr stúkunni og yfir í Árbæjarlaugina þar sem má að sjálfsögðu selja kaffi og muffins og ís og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna var bara hópur af fótboltabullum sem var mættur að reyna að komast í kaffi. Svo var fólk þarna á sama tíma, sá konu með dóttur sína að reyna að komast í sund en hún komst ekkert að því það voru bara fótboltaaðdáendur að kaupa veitingar í sundlauginni,“ sagði Elvar í hlaðvarpsþættinum Innkastið á Fótbolta.net.

,,Þetta er svo fáránlegt á svo mörgum levelum,“ sagði Tómas Þór Þórðarson þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Í gær

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður