fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Leikmenn munu áfram krjúpa á kné

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 08:58

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn allra liða í ensku úrvalsdeildinni munu halda áfram að krjúpa á kné fyrir leiki á næstu leiktíð til að styðja baráttuna gegn kynþáttahatri.

Þessi hefð hófst hjá knattspyrnuliðum víða um heim í kjölfar þess að George Floyd var myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra.

Leikmenn krupu til að mynda á kné allt síðasta tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Það er full ástæða til þess að halda áfram að vekja athygli á mikilvægi þess að beita sér gegn kynþáttahatri. Það sást vel í sumar er Marcus Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho urðu fyrir kynþáttaíði á netinu í kjölfar þess að hafa brennt af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu. Allir eru leikmennirnir dökkir á hörund.

Á Englandi, sem og víðar, eru ekki allir sammála um að rétt sé að leikmenn krjúpi á kné fyrir leiki. Það var til að mynda alltaf hluti af stuðningsmönnum enska landsliðsins sem baulaði á liðið er það kraup fyrir leiki á Evrópumótinu í sumar.

Hægt verður að sjá viðbrögð stuðningsmanna í ensku úrvalsdeildinni er hún hefst síðar í mánuðinum. Fólk fær loksins að mæta aftur á völlinn eftir áhorfendabann sökum kórónuveirufaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England
433Sport
Í gær

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans