fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Real ætlar að bjóða Mbappe svakalegan samning með einu skilyrði

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 11:30

Kylian Mbappe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er tilbúið til þess að bjóða Kylian Mbappe, leikmanni Paris Saint-Germain, 40 milljónir evra (um 5,9 milljarða íslenskra króna) við undirskrift hjá félaginu með því skilyrði að hann bíði með að ganga í raðir þess í eitt ár. Þetta herma heimildir Marca á Spáni.

Samningur hins 22 ára gamla Mbappe við PSG rennur út eftir aðeins eitt ár. Þá er honum frjálst að ganga frítt í raðir hvaða liðs sem er.

Þar sem Real Madrid hefur ekki efni á að kaupa leikmanninn í ár eru þeir tilbúnir að bjóða honum þennan svakalega undirskriftarbónus næsta sumar í staðinn. Mbappe hefur verið orðaður við Real reglulega frá því hann kom til PSG árið 2017.

Marca heldur því einnig fram að Mbappe hafi látið Mauricio Pochettino, stjóra PSG, vita af því að hann ætli sér ekki að skrifa undir nýjan samning í frönsku höfuðborginni. Pochettino vildi ekki tjá sig um þetta þegar franski fjölmiðillinn Le Parisien spurði hann.

,,Sagði Mbappe mér að hann myndi ekki framlengja? Það eru persónuleg samtöl. En Kylian talaði alls ekki við um það. Sé ég hann fyrir mér fara frítt? Ég nota ekki ímyndunaraflið.“

Mbappe sagði á dögunum að hans stærsti draumur væri að vinna Meistaradeild Evrópu með PSG. Hann þarf að uppfylla þann draum strax á næstu leiktíð ef sögusagnirnar um að hann vilji fara eftir eitt ár eru sannar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns