fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Real ætlar að bjóða Mbappe svakalegan samning með einu skilyrði

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 11:30

Kylian Mbappe. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er tilbúið til þess að bjóða Kylian Mbappe, leikmanni Paris Saint-Germain, 40 milljónir evra (um 5,9 milljarða íslenskra króna) við undirskrift hjá félaginu með því skilyrði að hann bíði með að ganga í raðir þess í eitt ár. Þetta herma heimildir Marca á Spáni.

Samningur hins 22 ára gamla Mbappe við PSG rennur út eftir aðeins eitt ár. Þá er honum frjálst að ganga frítt í raðir hvaða liðs sem er.

Þar sem Real Madrid hefur ekki efni á að kaupa leikmanninn í ár eru þeir tilbúnir að bjóða honum þennan svakalega undirskriftarbónus næsta sumar í staðinn. Mbappe hefur verið orðaður við Real reglulega frá því hann kom til PSG árið 2017.

Marca heldur því einnig fram að Mbappe hafi látið Mauricio Pochettino, stjóra PSG, vita af því að hann ætli sér ekki að skrifa undir nýjan samning í frönsku höfuðborginni. Pochettino vildi ekki tjá sig um þetta þegar franski fjölmiðillinn Le Parisien spurði hann.

,,Sagði Mbappe mér að hann myndi ekki framlengja? Það eru persónuleg samtöl. En Kylian talaði alls ekki við um það. Sé ég hann fyrir mér fara frítt? Ég nota ekki ímyndunaraflið.“

Mbappe sagði á dögunum að hans stærsti draumur væri að vinna Meistaradeild Evrópu með PSG. Hann þarf að uppfylla þann draum strax á næstu leiktíð ef sögusagnirnar um að hann vilji fara eftir eitt ár eru sannar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Í gær

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu