fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Stelpurnar selja Rooney höfundaréttinn á óumbeðnu myndunum – ,,Bjuggust ekki við því að myndirnar myndu rata í fjölmiðla“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 11:07

Rooney var gómaður með nokkrum yngri konum á fylleríi síðasta sumar. Hann þarf að hafa sig hægan nú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlkurnar þrjár sem tóku myndir með með fyrrum knattspyrnustjörnunni, nú knattspyrnustjóranum, Wayne Rooney, á hótelherbergi á meðan hann var sofandi um síðustu helgi hafa beðið hann afsökunar. Þær hafa einnig selt honum höfundaréttinn á myndunum fyrir aðeins 1 pund. Selja þarf slíkan rétt af lagalegum ástæðum.

Eins og frægt er orðið buðu Wayne og félagar hans þremur 21 árs gömlum stelpum á borðið til sín á næturklúbbi í Manchester um síðustu helgi. Eftir á fór gengið svo á hótelherbergi stelpnanna.

Þar eyddu þau einhverjum tíma saman. Ekkert af kynferðislegum toga átti sér þó stað. Wayne dó svo áfengisdauða á stól í herberginu. Í kjölfarið tóku stelpurnar myndir af honum gegn hans leyfi. Til dæmis rak ein þeirra rassinn á sér í andlitið á honum á einni myndinni.

Þetta var Rooney afar ósáttur með og hafði samband við lögreglu. Nú hafa allir aðilar hins vegar náð sáttum og er málinu talið lokið.

,,Stúlkurnar þrjár sem tóku myndirnar hafa haft samband við lögmenn Wayne og boðist til þess að færa þeim allar myndirnar sem og höfundaréttinn á þeim,“ sagði talsmaður Rooney.

,,Þær hafa einnig, af eigin frumkvæði, gefið honum skriflega afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist.“

,,Þetta eru þrjár almennilegar ungar konur sem fóru út að skemmta sér. Þær bjuggust ekki við því að eyða kvöldinu með Wayne og þær sjá eftir því hvernig þetta fór.“

,,Þær bjuggust ekki við því að myndirnar myndu rata í fjölmiðla eftir að þær settu þær á samfélagsmiðla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í dag

Arsenal skrifaði söguna í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór

KR staðfestir að Atli sé að flytja til Akureyrar – Semur við Þór
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær

Hraunar yfir Garnacho – Mætti með keðju og húfuna til hliðar í gær
433Sport
Í gær

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Í gær

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir