Stjarnan er fallin úr leik í Sambandsdeild UEFA eftir tap gegn Bohemians í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar.
Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabæ.
George Kelly kom heimamönnum yfir í kvöld á 34. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0.
Kelly var aftur á ferðinni með mark þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.
Liam Burt gerði svo endanlega út um einvígið er hann skoraði á 75. mínútu.
Lokatölur urðu 3-0. Stjarnan er úr leik í Evrópukeppni þetta leiktímabilið.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr leiknum.