fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sjáðu handalögmálin í Mosfellsbæ í gær – Baldur vill lítið gera úr hálstaki

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. júní 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að það hafi soðið all hressilega upp úr í Mosfellsbænum í gær. Þar mættust Afturelding og Fjölnir í Lengjudeild karla. Elmar Kári kom Aftureldingu yfir eftir aðeins 7 mínútur. Georg Bjarnason tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Þá vöknuðu Fjölnismenn og minnkaði Valdimar Ingi muninn á 86. mínútu og Jóhann Árni jafnaði nokkrum mínútum síðar og tryggði Fjölni eitt stig úr leiknum.

Málið verður betur skoðað í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut klukkan 20:00 á mánudag.

Mark Jóhanns Árna kom úr mjög umdeildri vítaspyrnu en annan leikinn í röð telja Mosfellingar að brotið sé á sér.

Að leik loknum sauð allt upp úr í Mosfellsbæ þar sem leikmenn beggja liða tókust á og öryggisgæslan á Fagurverksvellinum skarst í leikinn. Samkvæmt heimildum 433.is var Baldur Sigurðsson leikmaður Fjölnis tekinn hálstaki að leik loknum.

Maðurinn sem tók Baldur hálstaki var starfsmaður hjá Aftureldingu á vellinum, í samtali við blaðamann vildi Baldur ekkert gera úr atvikinu. „Þetta er ekkert til að tala um, við kláruðum þetta eftir leik. Þjálfararnir og dómarar leiksins kláruðu málið,“ sagði Baldur en vildi að öðru leyti ekki ræða málið.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá hvernig Baldur snöggreiðist en er það eftir umrætt hálstak sem hann vill lítið gera úr.

Sindri Þór Sigþórsson varamarkvörður Aftureldingar var rekinn af velli en eftir rúma mínútu af átökum gengu menn í sitthvora áttina og skildu sáttir. Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar stóð og horfði á málið en kom ekki nálægt neinu eins og kjaftasögur hafa verið um.

Sjá má Magnús deila við einn af leikmönnum Fjölnis sem ýtir svo við Magnúsi en þar við situr. Vítaspyrnudóminn og öll lætin að leik loknum

Málið verður betur skoðað í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut klukkan 20:00 á mánudag.

Meira:
Allt varð vitlaust í Mosfellsbænum í gær – Sjáðu myndbandið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði