fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Eriksen útskrifaður af spítala – ,,Mun styðja liðið á mánudag“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 18. júní 2021 18:05

Eriksen Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Þar hefur hann verið frá því hann hneig niður í leik Dana og Finna á laugardag.

Flestir vita hvað gerðist á Parken á laugardag. Það var á 40. mínútu leiksins sem Eriksen hneig til jarðar og leikur var stöðvaður. Hjarta hans stöðvaðist en til allrar hamingju tókst bráðaliðum að koma því aftur í gang.

Eriksen var útskrifaður af spítalanum í dag. Hann fór í kjölfarið og hitti liðsfélaga sína þar sem þeir æfa í Helsingör. Eriksen mun svo eyða tíma með fjölskyldu sinni næstu daga.

Danska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Þar mátti sjá skilaboð frá Eriksen.

,,Takk fyrir allar kveðjurnar, það hefur verið ótrúlegt að sjá þær,“ var á meðal þess sem hann sagði. Þá tók hann einnig fram að nú myndi hann styðja liðsfélaga sína. ,,Það þarf varla að taka fram að ég mun styðja liðið á mánudag gegn Rússlandi.“ 

Yfirlýsingu danska knattspyrnusambandsins og Eriksen má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Í gær

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið