fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Pogba hermdi eftir Ronaldo á blaðamannafundi

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 08:32

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, var í góðum gír eftir að hafa sigrað Þýskaland á EM í gærkvöldi. Hann var þó ekki ánægður með það sem var fyrir framan hann á blaðamannafundinum.

Þar hafði bjórflösku verið stillt upp fyrir framan hann en Heineken er einn af stærstu styrktaraðilum mótsins. Pogba er múslimi og drekkur ekki áfengi. Því fjarlægði hann flöskuna sem stóð fyrir framan hann.

Bjórinn er 0,0 prósent en samt sem áður hafði Pogba engan áhuga á að hafa hann fyrir framan sig. Atvikið minnti mjög á atvik með Cristiano Ronaldo þegar hann fjarlægði tvær kókflöskur af borðinu á blaðamannafundi og sagði fólki að drekka vatn.

Það virðist virka hjá Ronaldo að drekka ekki kók því hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Portúgala á Ungverjum í gær. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað átti Pogba fínan leik á miðjunni hjá frökkum og átti til að mynda frábæra sendingu á Kylian Mbappe sem gaf boltann fyrir og Mats Hummels skoraði sjálfsmark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð