fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Víðir líkir Brynjari við hetjurnar sem skrifað hafa söguna – „Saga hans er óvenju­leg“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. júní 2021 08:26

Mynd: Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Ingi Bjarnason leikmaður KA hefur heldur botið skotist upp á stjörnuhiminn á síðustu vikum. Brynjar lék þá sína fyrstu A-landsleiki og sló í gegn, hann var frábær í nýliðnu verkefni A-landsliðsins og skoraði meðal annars mark í 2-2 jafntefli gegn Póllandi.

Brynjar er 21 árs gamall og kemur frá Akureyri, saga hans óvenjuleg en Brynjar hefur aldrei spilað fyrir yngri landslið Íslands.

Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar um Brynjar í blaði dagsins. „Brynj­ar Ingi Bjarna­son er nafn sem skyndi­lega er á allra vör­um, alla­vega hjá þeim sem hafa fylgst með vináttu­lands­leikj­um karla­landsliðsins í fót­bolta að und­an­förnu. Saga hans er óvenju­leg í fót­bolta síðari ára þar sem keppst er við að finna hæfi­leika­rík­ustu ung­menn­in sem allra fyrst og helst strax í 5. flokki. Sjá svo til þess að þau séu búin að spila tugi leikja með yngri landsliðum og kom­in á at­vinnu­samn­ing á tán­ings­aldri,“ skrifar Víðir í Morgunblað dagsins.

Marki Brynjars Inga gegn Póllandi fagnað. Mynd/Getty

Víðir fer svo yfir leikinn gegn Póllandi þar sem Brynjar sló í gegn. „Svo kem­ur strák­ur frá Ak­ur­eyri sem aldrei hef­ur verið val­inn í landslið, ekki einu sinni í hóp hjá yngra landsliði, fyrr en hann dett­ur óvænt inn í A-landsliðið, 21 árs gam­all, og slær í gegn. Skor­ar meira að segja einu marki meira en sjálf­ur Robert Lew­andowski, and­stæðing­ur hans í leikn­um í Pozn­an á þriðju­dag­inn. Lew­andowski komst ekki einu sinni í mark­tæki­færi gegn KA-mann­in­um.“

Víðir fer svo yfir því að líkja sögu Brynjars við menn sem hafa skrifað sögu íslenska fótboltans síðustu ár, hetjur liðsins síðustu ár. „Þeir einu í seinni tíð sem ég man eft­ir að hafi átt sam­bæri­lega síðbúna inn­komu í landslið eru Birk­ir Már Sæv­ars­son sem spilaði fyrst lands­leik 21 árs gam­all, þá reynd­ar með 21-árs landsliðinu, og Al­freð Finn­boga­son sem kom tví­tug­ur inn í sama landslið. Birk­ir lék á dög­un­um sinn 98. A-lands­leik.“

Víðir spáir því svo að Brynjar leiki ekki marga leiki í viðbót með KA en fjöldi erlendra liða hefur nú áhuga á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hálsbrotnaði á knattspyrnuvellinum um helgina

Hálsbrotnaði á knattspyrnuvellinum um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rodgers segir upp hjá Celtic – Gömul hetja tekur óvænt við til bráðabirgða

Rodgers segir upp hjá Celtic – Gömul hetja tekur óvænt við til bráðabirgða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eftir hneyksli í barnaafmæli vakti klæðnaður hennar aftur mikla undrun – Sjáðu myndirnar

Eftir hneyksli í barnaafmæli vakti klæðnaður hennar aftur mikla undrun – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Í gær

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun