fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Arsenal felldi WBA – Willian skoraði

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 20:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann 3-1 sigur á WBA í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

WBA fór ágætlega af stað í leiknum en lentu þó undir eftir hálftíma leik. Þá átti Bukayo Saka hlaup upp vinstri vænginn, lagði boltann fyrir mark gestanna þar sem Emile Smith-Rowe var mættur og skoraði af stuttu færi.

Arsenal tvöfaldaði forystu sína strax fimm mínútum síðar. Þá skoraði Nicolas Pepe með frábæru skoti fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var 2-0.

WBA minnkaði muninn með flottu marki Matheus Pereira um miðbik seinni hálfleiks. Hann tók gott hlaup, fékk sendingu frá Conor Townsend og skoraði svo framhjá Bernd Leno.

Það var hins vegar enginn annar en Willian sem innsiglaði sigur Arsenal í blálokin. Hann skoraði mark beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 3-1.

Arsenal er í níunda sæti deildarinnar með 52 stig. WBA er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Í gær

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru