fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Arsenal felldi WBA – Willian skoraði

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 20:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann 3-1 sigur á WBA í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

WBA fór ágætlega af stað í leiknum en lentu þó undir eftir hálftíma leik. Þá átti Bukayo Saka hlaup upp vinstri vænginn, lagði boltann fyrir mark gestanna þar sem Emile Smith-Rowe var mættur og skoraði af stuttu færi.

Arsenal tvöfaldaði forystu sína strax fimm mínútum síðar. Þá skoraði Nicolas Pepe með frábæru skoti fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var 2-0.

WBA minnkaði muninn með flottu marki Matheus Pereira um miðbik seinni hálfleiks. Hann tók gott hlaup, fékk sendingu frá Conor Townsend og skoraði svo framhjá Bernd Leno.

Það var hins vegar enginn annar en Willian sem innsiglaði sigur Arsenal í blálokin. Hann skoraði mark beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 3-1.

Arsenal er í níunda sæti deildarinnar með 52 stig. WBA er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“