fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Pepsi-Max kvenna: Markaregn á Kópavogsvelli – endurkomusigur í Eyjum

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 4. maí 2021 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi-Max deild kvenna hófst í kvöld með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti Fylki á Kópavogsvelli og unnu 9-0.

Fylkir byrjaði leikinn ágætla og sýndu mikla baráttu fyrstu mínúturnar. Áslaug Munda kom heimakonum yfir á 27. mínútu með frábæru skoti og eftir það sáu Fylkisstelpur aldrei til sólar. Tiffany Mc Carty tvöfaldaði forystu Blika aðeins fjórum mínútum síðar þegar hún fygldi á eftir skoti Andreu Ránar. Karítas Tómasdóttir bætti við þriðja markinu rétt undir lok fyrri hálfleiks með skalla.

Blikastelpur þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í seinni hálfleik en það leit út fyrir að Fylkisstelpur væru löngu búnar að gefast upp. Hafrún Rakel skoraði fjórða markið á 54. mínútu með hörkuskoti í fjærhornið sem átti reyndar líklega að vera fyrirgjöf. Áslaug Munda skoraði sitt annað mark á 65. mínútu eftir frábæran undirbúning Öglu Maríu. Þórdís Hrönn skoraði sjötta mark Blika á 70. mínútu með frábæru skoti. Birta Georgsdóttir skoraði sjöunda og áttunda mark Blika stuttu síðar en seinna markið var afar vont af hálfu gestanna. Agla María komst svo á blað þegar hún skoraði lokamark Blika með flottu skoti.

Stórsigur Blika staðreynd en þær sundurspiluðu Fylki í kvöld.

Breiðablik 9 – 0 Fylkir

1-0 Áslaug Munda (´27)
2-0 Tiffany McCarty (´31)
3-0 Karitas (´43)
4-0 Hafrún Rakel (´54)
5-0 Áslaug Munda (´64)
6-0 Þórdís Hrönn (´70)
7-0 Birta Georgsdóttir (´77)
8-0 Birta Georgsdóttir (´82)
9-0 Agla María Albertsdóttir (´86)

ÍBV tók í kvöld á móti Þór/KA í opnunarleik Pepsi-Max deildar kvenna.

Delaney Bale Pridham braut ísinn fyrir heimakonur eftir aðeins 11. mínútna leik með skalla eftir stoðsendingu frá Kristjönu Sigurz. Fyrri hálfleikur var nokkuð líflegur og bæði lið fengu sín færi en ÍBV leiddi í hálfleik. Á 66. mínútu jafnaði Hulda Ósk leikinn og Karen María kom gestunum yfir þegar 10 mínútur voru eftir. Þar við sat og Þór/KA nælir sér í sín fyrstu stig í deildinni.

ÍBV 1 – 2 Þór /KA
1-0 Delaney (´11)
1-1 Hulda Ósk (´66)
1-2 Karen María (´81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefði aldrei selt Trossard

Hefði aldrei selt Trossard
433Sport
Í gær

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Í gær

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina