fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
433Sport

Aguero fær tækifæri til að slá met Rooney

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola hefur lítið notað Aguero á tímabilinu en sagði í viðtali á dögunum að hann ætli sér að gefa argentíska framherjanum mínútur í deildinni á næstunni.

Aguero komst á blað fyrir Manchester City í sigri þeirra á Crystal Palace um helgina og var það 182. mark hans fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði 183 mörk fyrir Manchester United í deildinni á sínum tíma og þarf Aguero því aðeins eitt mark til að jafna það afrek.

Manchester City eiga eftir fjóra leiki í ensku deildinni á tímabilinu og segir í frétt Goal að Pep hafi lofað Aguero góðum spilatíma í þeim leikjum til að ná þessu meti.

„Klárlega, hann á það skilið,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi.

Aguero mun yfirgefa félagið í sumar en hann hefur á tíma sínum hjá félaginu unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og mun líklega bæta við fimmta titlinum í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Englendingar búnir að velja sér svæði á HM í Bandaríkjunum – Verða þrjár þjóðir í sömu borg

Englendingar búnir að velja sér svæði á HM í Bandaríkjunum – Verða þrjár þjóðir í sömu borg
433Sport
Í gær

Guðmundur einlægur: „Ég átti bara erfitt með að horfa í augun á konunni minni á þessum tíma því mér leið eins og ég væri bara búinn að skemma framtíðina okkar“

Guðmundur einlægur: „Ég átti bara erfitt með að horfa í augun á konunni minni á þessum tíma því mér leið eins og ég væri bara búinn að skemma framtíðina okkar“
433Sport
Í gær

Arsenal virkjar samtalið – Starfsmaður félagsins hefur áður fengið hann

Arsenal virkjar samtalið – Starfsmaður félagsins hefur áður fengið hann
433Sport
Í gær

Þetta eru breytingarnar sem Carrick hefur innleitt á skömmum tíma á Old Trafford

Þetta eru breytingarnar sem Carrick hefur innleitt á skömmum tíma á Old Trafford