fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Aguero fær tækifæri til að slá met Rooney

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola hefur lítið notað Aguero á tímabilinu en sagði í viðtali á dögunum að hann ætli sér að gefa argentíska framherjanum mínútur í deildinni á næstunni.

Aguero komst á blað fyrir Manchester City í sigri þeirra á Crystal Palace um helgina og var það 182. mark hans fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði 183 mörk fyrir Manchester United í deildinni á sínum tíma og þarf Aguero því aðeins eitt mark til að jafna það afrek.

Manchester City eiga eftir fjóra leiki í ensku deildinni á tímabilinu og segir í frétt Goal að Pep hafi lofað Aguero góðum spilatíma í þeim leikjum til að ná þessu meti.

„Klárlega, hann á það skilið,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi.

Aguero mun yfirgefa félagið í sumar en hann hefur á tíma sínum hjá félaginu unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og mun líklega bæta við fimmta titlinum í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Neville harðlega gagnrýndur eftir að hann gekk allt of langt í beinni

Neville harðlega gagnrýndur eftir að hann gekk allt of langt í beinni
433Sport
Í gær

Ótrúlegt að ekki fór verr þegar frægur maður og börn hans lentu í háska við ströndina – Sjón er sögu ríkari

Ótrúlegt að ekki fór verr þegar frægur maður og börn hans lentu í háska við ströndina – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 2 dögum

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu

Keane telur að Ferguson sé að skemma fyrir United – Sé hangandi eins og vond lykt yfir öllu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan x Handkastið – Stóri upphitunarþátturinn fyrir EM

Íþróttavikan x Handkastið – Stóri upphitunarþátturinn fyrir EM
433Sport
Fyrir 2 dögum

Biðst afsökunar á því að hafa verið skítseiði í gærkvöldi

Biðst afsökunar á því að hafa verið skítseiði í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“