fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Fyrsti tapleikur Thomas Tuchel staðreynd

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tók á móti West Bromwich Albion í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 2-5 sigri West Brom.

Jafnræði var með liðunum í byrjun en Chelsea voru þó ívið sterkari. Christian Pulisic braut ísinn á 28. mínútu með því að fylgja á eftir aukaspyrnu Marcos Alonso sem Johnstone varði í stöngina.

Mínútu síðar sá Thiago Silva rautt spjald þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir tæklingu á Okay Yokuslu og varð þar með elsti leikmaðurinn til að vera sendur út af í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra gula spjaldið fékk hann fyrir brot á Pereira í byrjun leiks.

Það virðist hafa kveikt í gestunum þar sem Pereira skoraði tvö mörk fyrir WBA í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Í fyrra markinu vippaði hann skemmtilega yfir Mendy eftir stoðsendingu frá markverði sínum. Seinna markið skoraði Pereira með snyrtilegu skoti innan teigs þremur mínútum síðar.

Robinson bætti við þriðja markinu með frábærri afgreiðslu eftir flott spil West Brom á 63. mínútu og Diagne skoraði fjórða mark gestanna fimm mínútum seinna.

Mason Mount minnkaði muninn fyrir Chelsea aðeins þremur mínútum seinna eftir flottan samleik milli hans og Timo Werner. Robinson skoraði svo sitt annað mark þegar hann gulltryggði sigurinn með fimmta marki West Brom í uppbótartíma og þar við sat.

Chelsea tapar því mikilvægum stigum í Meistaradeildarbaráttunni en West Brom kemur sér í betri stöðu í botnbaráttunni í deildinni.

Pereira var flottur í dag og skoraði 2 mörk ásamt því að gefa 2 stoðsendingar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög